ESB viðræður, kannski bara spurning um að doka við?

Posted: mars 19, 2014 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Það er vanmetinn kostur að geta skipt um skoðun þegar nýjar upplýsingar eða betri rök koma fram. Þetta er sérstaklega mikill kostur þegar stjórnendur og stjórnmálamenn eru annars vegar. Það er einfaldlega ekkert að því að geta skipt um skoðun þegar nýjar upplýsingar eða betri rök koma fram.

Það er svo aftur á móti jafn mikill ókostur að vera að skipta um skoðun þegar ekkert hefur breyst.

Það er ekki svo langt síðan núverandi forystumenn stjórnarflokkanna voru hlynntir Evrópuaðild, Evru og / eða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Nú eru þeir allir á móti, en það er engin leið að skilja hvers vegna. Það hefur ekkert breyst. Það hafa engar upplýsingar komið fram sem breyta nokkru. Og það hafa engin rök verið færð sem réttlæta breytta skoðun.

Samt eru þeir allir (flestir) búnir að skipta um skoðun.

Kannski er bara einfaldast að doka aðeins við. Kannski verða þeir allir búnir að skipta um skoðun aftur – svona kannski eftir ár eða svo.

Lokað er á athugasemdir.