Félagi minn sagði við mig þegar ég var að falast eftir sæti á stjórnlagaþingi að við ættum að hafa stjórnarskrána á frönsku. Ja, kannski ekki beinlínis og bókstaflega, en punkturinn var að hugtök væru miklu skýrari og skilmerkilegri á frönsku en á flestum öðrum tungumálum.
Mér verður oftar og oftar hugsað til þegar íslenskar stjórnmálagarpar fara offari í að svíkja gefin loforð og/eða fara einfaldlega með rangt mál.
Einhver frægasti útúrsnúningurinn síðustu mánaðar er væntanlega að „strax“ sé teygjanlegt hugtak.
Og um leið og við erum farin að gefa okkur að hvert einasta hugtak sé teygjanlegt og sjálfsagt að láta það merkja það sem hentar hverju sinni… þá eru hugtökin vitanlega fullkomlega gagnslaus.
Nú eru „hungursneyð“, „loforð“, „almenningur“ og „fullveldi“ orðin teygjanleg hugtök hjá forystumönnum ríkistjórnarinnar. Af því að það hentar þeim.
En þetta er grátt gaman hjá þeim. Og varhugaverð braut sem þeir eru að feta.
Kannski finnst einhverjum líka að „friðhelgi Alþingis“, „lög“, „ráðherra“, „dómsvald“ megi allt eins vera teygjanleg hugtök. Ég vona ekki. En ef svo fer, þá vitum við hverjir bera ábyrgð.