Ég verð að ítreka hugmynd vegna Alþingis og sveitarstjórnakosninga. Væri ekki ráð að þeir taki próf sem vilja setjast á Alþingi, sveitarstjórn, taka sæti í ríkisstjórn eða gegna öðrum ábyrgðarstöðum sem hafa mikil áhrif á rekstur þjóðarbúsins og framtíð þjóðarinnar.
Almenn greindarpróf væri auðvitað það fyrsta.
Almenn þekking væri svo eitthvað sem mætti prófa.
Og kannski hæfileikinn til að vinna úr upplýsingum og rökum.
Svona eins og gjarnan er gert þegar fólk er ráðið í ábyrgðarstöður í atvinnulífinu.
Og til að forðast allan misskilning þá er ég ekki að tala um að eingöngu yfirburðafólk á þessu sviðum megi bjóða sig fram (þó það væri auðvitað ekki al slæm hugmynd), aðeins að setja til þess að gera lágan og lítinn þröskuld til að fólk sem jaðrar við að vera greindarskert, veit ekkert í sinn haus og/eða getur ómögulega skilið einföld rök. Það er fordæmi fyrir svona takmörkunum í núverandi kosningalögum og þær eru ekki að ástæðulausu.
Það mætti svo gjarnan bæta prófi í siðblindu við.