Afsakaðu séra, en..

Posted: febrúar 10, 2014 in Trú

Sér Örn Báður skrifar á Vísi (og sennilega í Fréttablaðið) í dag og segir:

Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt.

Afsakaðu, en hver er að banna foreldrum að fræða börn börn og fara með þau í kirkju og/eða sunnudagaskóla?

Hvers vegna að troða þessu inn í skólann og þar með upp á börn sem eru trúlaus (sem þér virðist nú ekki detta í hug sem möguleiki) eða börn sem eru annarrar trúar?

Hvað kemur þetta skólastarfi við? Fræðsla er eitt, og sjálfsögð, hvorki sálmasöngur né bænir hafa fræðslugildi.

Við getum kannski verið sammála um að kynna biblíusögurnar – helst allar, ekki bara handvaldar – það er fljótlegasta leiðin að trúleysi. En bara sem þjóðsögur og helgisögur, ekki sem einhvern sannleik. Þú virðist nú haga seglum eftir vindi þegar kemur að því að hafa skoðun á hvort sögur biblíunnar eru helgisögur eða sögulegar frásagnir – en við getum væntanlega verið sammála um að það á ekki að líta á þetta sem sögulegar heimildir í fræsðlustofnunum.

Lokað er á athugasemdir.