Geta drullusokkar búið til listaverk?

Posted: febrúar 4, 2014 in Umræða
Efnisorð:, ,

Ég hef aðeins verið að hugsa… kannski á svipuðum nótum og stundum áður þegar ég hef heyrt að tónlistarmenn sem ég hef haldið mikið upp á hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega aðlaðandi einstaklingar.

Ég fór að velta þessu aftur fyrir mér eftir að ég sá bréf Dylan Farrow um Woody Allen.

Woody Allen hefur gert margar af kvikmyndir sem eiga heima á topp tuttugu listanum mínum. Vissulega á hann líka nokkrar frekar vondar kvikmyndir – og svo allt þar á milli.

Ég hef engar forsendur til að efast um frásögn Dylan, frekar en ég hef forsendur til að efast um svör Allen, ég get auðvitað ekkert fullyrt, en það er ekki punkturinn með þessari færslu… og fyrir alla muni höldum þeirri umræðu annars staðar.

En ég velti fyrir mér hvort myndirnar hans séu minna virði?

Og í framhaldinu, svona almennt séð, geta glæpamenn og drullusokkar búið til listaverk?

Athugasemdir
  1. Ó, já. Fullt af frábærum listamönnum eru alveg hellaðir drullusokkar, hvort sem barnaníð spilar þar inní eður ei. Þetta læt ég ekki trufla mig, enda er himin og haf milli þess að leggjast niður á plan slúðursins eða njóta essensins í listinni sjálfri.