Þá eru þrjátíu og fimm ár frá því að við Fræbbblar spiluðum í fyrsta skipti. Þetta var á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu, þar sem við vorum við nám. Það gekk ekki andskotalaust að fá að spila en hafðist á endanum með hjálp góðra manna.
Með mér spiluðu Þorsteinn, Hálfdan, Barði og Stefán.. en við nutum aðstoðar Arnórs og Ríkharðs, sem báðir gengu fljótlega í hljómsveitina. Við Þorsteinn, Arnór og Ríkharður erum hér allir enn þá, en Guðmundur Þór spilar á trommur, Helgi á bassa og Iðunn syngur.
Tilefnið var nú eitthvert ósætti við skólameistar og var meiningin að gera nett grín, bæði að honum og hugmyndum manna um „punk“ eins og þær birtust í íslensku dagblöðunum. Við spiluðum lög frá Sex Pistols, EMI, God Save The Queen og svo Police & Thieves í útsetningu The Clash, ja, svona nokkurn veginn. Allt með íslenskum textum.
Tveir ungir dagskrárgerðarmenn, Jakob og Eiríkur, voru meðal annars að gera þætti um félagslífið í menntaskólum landsins. Þeir vildu endilega fá okkur í þáttinn, og þá var jú, nauðsynlegt að spila meira þar til kæmi að upptökum.. hvað við gerðum. En á leiðinni breyttist þetta aðeins, við fórum að æfa fleiri lög, byrjuðum að semja eigin efni.. og svo var þetta einfaldega rosalega gaman.
Við mættum í sjónvarpssal í byrjun árs 1979, gekk að ég held þokkalega. En þátturinn var aldrei sýndur og á endanum var tekið yfir upptökuna vegna plássleysis Rúv.
Og…
Við ætlum að halda upp á þetta á Gamla Gauknum, föstudagskvöldið 22. nóvember. Opið hús, frítt inn og fullt af efni. Helgi er reyndar rétt að ná sér eftir „íþróttameiðsli“ en nær vonandi einhverjum lögum.
Við spilum öll lögin frá Myrkramessunni, reyndar með upphaflegum textum, talsvert af lögum af „Viltu nammi væna?“, mikið af lögum sem við vorum að hlusta á þegar við byrjuðum og svo auðvitað eitthvað af nýrra efni.
Án þess að lofa nokkru beinlínis þá reiknum við með að spila: Bjór – Watching The Detectives – The KKK Took My Baby Away – Barbed Wire Love – Blitzkrieg Bop – Down In The Tube Station At Midnight – Ever Fallen In Love – Ljóð – God Save The Queen – Lover Please – Pretty Vacant – Police And Thieves – White Man In Hammersmith Palais – Þúsund ár – Teenage Kicks – Immortal – Ótrúleg jól – CBGB’s – Public Image – My Perfect Seven – I Wanna Be Sedated – Hippar – Judge A Pope Just By The Cover – No Friends – Holidays In The Sun – Then I Kissed Her – Sjór – Dauði – FÍH – Sheena Is A Punk Rocker – EMI – Janie Jones – Í hnotskurn – Rockaway Beach – Brains – Rudy, A Message To You – White Riot – Nekrófíll – Bodies – A Bomb In Wardour Street – 20. september 1997 – My Six Excapes – Í nótt – Roots, Radicals, Rockers and Reggae – Gotta Getaway – Anarchy In The UK – In The City – Bugging Leo – Æskuminning
Ekki Oh, Sally? Samt skyldumæting. Hlakka til!
Æ, það hefur nú einfaldlega gleymst, rifjum það upp fyrir næsta afmæli!
þó ég komist ekki mæli ég með að I Walk the Line verði spilað…
Við ættum reyndar að kunna það, en nokkuð síðan við höfum spilað það…