Ég verð að játa að mér finnst valið á ljótasta orðinu miklu skemmtilegra en valið á því fallegasta, sbr. Facebook síðuna.
Orðið „hrogn“ fékk ekki náð fyrir augum dómnefndar og/eða annarra gesta.
En þetta er klárlega ljótasta orð íslenskrar tungu.
Hvað köllum við það þegar við heyrum ljótt og óskiljanlegt tal, oftast annað tungumál? Jú, „hrognamál“. Hvers vegna? Ekki vegna þess að okkur detti í hug að viðkomandi sé að tala um hrogn fiska. Nei, vegna þess að þetta hljómar álíka illa og ljótast orð íslenskrar tungu, „hrogn“!
hrognkelsi
Og auðvitað „styrjuhrogn“