Hljómleikar, hljómleikar…

Posted: nóvember 22, 2013 in Tónlist
Efnisorð:,

Ég verð að játa að ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir kvöldinu í kvöld.

Við Fræbbblar erum að halda upp á þrjátíu og fimm ára afmæli okkar.

Við bjóðum öllum sem vilja að mæta í „partý“ á Gamla Gauknum, það kostar ekkert inn og við spilum eins lengi og við endumst (sem er væntanlega nokkuð lengi), bæði frumsamið efni, annarra manna efni og annarra manna lög sem við höfum útsett. Þetta verður bæði nýtt og gamalt, áherslan kannski meira á gamla efnið að þessu sinni..

Við reiknum með að byrja um 23:00 (nei, kannski ekki alveg á slaginu) og spila langleiðina til klukkan 3:00, sem aftur fer eftir hvað við tökum löng hlé og hversu hratt lögin verði spiluð á síðustu metrunum.

En þetta eru ekki jólatónleikar.

Og við erum ekki að kynna nýja plötu, eða nokkuð annað.

Þetta verður bara gamaldags partý.

Nánar hér á Facebook og svo má auðvitað benda á heimasíðuna okkar Fræbbblarnir.

Lokað er á athugasemdir.