Það er rétt að ókostir þjóðaratkvæðagreiðslna eru nokkrir.
Margir taka afstöðu
- eftir óljósri tilfinningu
- út frá ómálefnalegum áróðri
- persónulegum hagsmunum
- án þess að kynna sér rök með og á móti
- án þess að þurfa að bera ábyrgð á afstöðu sinni
Gallinn er sá að í þingkosningum taka margir afstöðu, og kjósa
- eftir óljósri tilfinningu
- út frá ómálefnalegum áróðri
- persónulegum hagsmunum
- án þess að kynna sér rök með og á móti
- án þess að þurfa að bera ábyrgð á afstöðu sinn
Þá hjálpar ekki að við atkvæðagreiðslu á Alþingi taka margir afstöðu, og kjósa
- eftir óljósri tilfinningu
- út frá ómálefnalegum áróðri
- persónulegum hagsmunum
- án þess að kynna sér rök með og á móti
- án þess að þurfa að bera ábyrgð á afstöðu sinn
Það eru auðvitað til leiðir til að bæta niðurstöður almennra atkvæðagreiðslna.
Einfaldasta leiðin er að þeir sem taka þátt í atkvæðagreiðslu svari örfáum spurningum af handahófi sem sýna fram á að þeir hafi kynnt sér lágmarks efnistriði málsins. Hreinlegast væri að hafa þetta tölvuvætt.
Ég veit að þetta þykir róttækt. En flest mótsvör sem ég hef fengið eru innantóm, „æi, ég veit það ekki“, „ég held nú ekki“ og þar fram eftir götunum.
Þetta kemur. Kannski ekki fyrr en á næstu öld. En þetta kemur.
http://estonia.eu/about-estonia/economy-a-it/e-voting.html