Ný verðlaun: S.K.A.M.M. – S.T.Ö.F.U.N.I.N.

Posted: júní 30, 2013 in Stjórnmál, Umræða

Mér dettur í hug í kjölfar skammstafanasvars ónefnds stjórnmálamanns hvort ekki sé rétt að veita verðlaun fyrir ómálefnalegasta svar ársins.

Væri ekki kjörið að safna þessu saman frá júní til maí á hverju ári og veita sigurvegaranum vegleg verðlaun.

Til greina koma ummæli íslenskra stjórnmálamanna sem koma að engu leyti málefnalega inn á það sem er til umræðu.

Er ekki kjörið að kalla þetta S.K.A.M.M. – S.T.Ö.F.U.N.I.N.? Þetta gæti staðið fyrir „Stórkostlega Kauðalega Aulahrollskveikjandi Merkingarlaus Málefnatóm Sauðsháttar Tóm Öfug Fátækleg Ummæli Nokkurar Innlendrar Nöldurskjóðu“.

Tilnefningar sendar hingað…

Lokað er á athugasemdir.