Að leggja sjálfan sig í einelti

Posted: maí 29, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Í kjölfar umræðunnar um að þingmaður telji fólk frá greitt fyrir að leggja sig í einelti…

Nú get ég ekkert fullyrt um það, af eða á, hvort einhver fái greitt fyrir að skrifa neikvæðar greinar og athugasemdir um viðkomandi þingmann eða ekki. Ég veit þetta ekki en þykir harla ólíklegt, ég sé ekki hver þetta ætti að vera eða hver tilgangurinn ætti að vera.

Hitt er, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að ég hef ekki mikið álit á viðkomandi þingmanni. Eflaust er þarna ágætis manneskja á ferð, ég þekki það ekki og hef engar forsendur til að halda annað. Það sem ég á við er að ég hef ekki mikið álit á störfum viðkomandi á Alþingi og hefði kosið að sjá hana í öðru starfi.

Ástæðan er ekki sú að einhver hafi sagt eitthvað ljótt um hana á einhverjum vefsíðum eða staðið að einhverju persónulegu níði. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta og hefði ekkert gert með að þó svo hefði verið.

Ástæðan er einfaldlega sú að viðkomandi þingmaður hefur ítrekað látið frá sér ummæli og skoðanir sem ég er fullkomlega ósammála, standast enga skoðun og / eða eru beinlínis rangar – hefur sýnt það sem ég tel vera mikið dómgreindarleysi.

Eina manneskjan sem hefur orðið til þess að rýra álit mitt á störfum hennar er nefnilega hún sjálf.

Þannig má kannski halda því fram að hún sé að leggja sjálfa sig í einelti.

PS. ég fæ ekkert borgað fyrir þessa greing – ég er ekki að taka þátt í einelti – ég er einungis að gera athugasemdir við fullyrðingar

Lokað er á athugasemdir.