Nei, ég virði ekki allar skoðanir

Posted: maí 2, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Ég verð aðeins að fá að svara þessu tali um að við eigum að virða skoðanir annarra.

Það er auðvitað fráleitt.

Ég virði að sjálfsögðu rétt allra til að hafa hvaða skoðun sem er á hverju sem er. Og ég get virt einstaklinga sem hafa skoðanir sem mér finnast fráleitar, heimskulegar og/eða hættulegar. Ég virði reyndar ekki rétt neins til að boða hugmyndir sem eru mannskemmandi og/eða hættulegar.

En ég virði ekki skoðanir sem stangast á við þekktar staðreyndir, byggja á rökleysum og/eða bábiljum. Það kemur bara ekki til greina.

Þessu fylgir svo auðvitað að þó ég telji skoðanir einhvers hreinasta þvætting, þá þýðir það ekki virðingarleysi fyrir viðkomandi einstaklingi, aðeins viðkomandi skoðun.

Athugasemdir
  1. Eva Hauksdottir skrifar:

    Þetta er svona svipað og kjaftæðið um að virða menningu annarra. Ein rökvillan sem rasistar beita er sú að þeir sem telja sér ekki koma við hvernig fólk klæðir sig eða hvað það borðar og borðar ekki hljóti þar með að leggja blessun sína yfir ofbeldi og kúgun sem einkennir tiltekin samfélög.

  2. já, og þarf ekki rasista (amk. ekki í hefðbundnum skilningi) til að bera blak af misþyrmingum á þeim forsendum að þær tilheyri öðrum menningarheimi.