Ég er enn að velta fyrir mér hvaða framboð ég á að kjósa í komandi kosningum.
Áttavitinn og DV hafa ágætis vefsíður sem leyfa kjósendum að máta sína skoðanir við skoðanir frambjóðenda. Fróðlegt, en ég er ekki sannfærður um niðurstöðuna.
Svo er hægt að nálgast viðfangsefnið á annan hátt…
Myndi einhver flokkanna vilja „mig“ sem talsmann? Ég á ekki við mig prívat og persónulega, heldur einhvern með nákvæmlega sömu skoðanir og ég.
Ég held satt að segja ekki.