Mér finnst mjög skemmtilegt framtak (skemmtileg framtök?) hjá DV og Áttavitanum að bjóða væntanlegum kjósendum upp á að máta sig við þau framboð sem eru í boði.
Látum liggja á milli hluta hvar ég passa best.
Gallinn er að ég treysti frambjóðendum viðkomandi flokka ekki til að standa við stefnuna.
Þannig að, má ekki taka frambjóðendur sem líklegir eru til að ná þingsæti í opið persónuleikapróf??
Ekki misskilja, ég endurtek að mér finnst þetta frábært framtak og skora á kjósendur að prófa. En hitt skiptir líka máli.