Ruglaður fréttaflutningur

Posted: apríl 16, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Stundum finnast mér fréttamenn hálf rænulausir við vinnslu frétta.

Jú, það er ekki til fyrirmyndar að hafa fólk á framboðslistum sem hefur verið dæmt fyrir hegningarlagabrot.

Fyrir minn smekk er þó grundvallarmunur á ofbeldisfólki og öðrum.

Þá skiptir auðvitað máli hvort þeir sem fjallað er um eiga möguleika á þingsæti eða ekki.

En sauðsháttur fréttamanna gengur heldur betur fram af mér þegar þeir grauta saman fólki sem hlotið hefur dóm fyrir hegningarlagabrot vegna ofbeldis og fólki sem hefur tapað einkamálum.

Lokað er á athugasemdir.