Án þess að vilja gera lítið úr einlægum áhuga meðlima Alþýðufylkingarinnar fyrir betra samfélagi – þá er ég einfaldlega fullkomlega ósammála þeim í grundvallar atriðum. Ég er hvorki sósíalisti eða kommúnisti og get ekki tekið undir stefnumál fylkingarinnar.
Ég vil ekki félagsvæða bankakerfið og ég vil afskipti ríkisins af atvinnurekstri sem minnstan.
Auk þess býður sú fylking ekki fram!
Það er jafnvel enn betri ástæða! Annars þóttist ég hafa séð að framboð þeirra hefði verið samþykkt – eru amk. enn á kosningavef RÚV.. finn samt ekki frétt þar sem þetta kemur afdráttarlaust fram á annan hvorn veginn.
Já, ég verð að játa að ég hafði á röngu að standa. Alþýðufylkingin býður fram í báðum Rvíkurkjd.
Já, fréttaflutningurinn var mjög ruglingslegur, ég var lengi að komast að því að þetta hefði líklega gengið upp, en var alls ekki viss.
Alþýðufylkingin býður sig fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Takk fyrir staðfestinguna, hélt einmitt að þetta hefði farið svona…