Hvers vegna ég get ekki kosið… Regnbogann

Posted: apríl 12, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Aðallega vegna þess að þess virðist vera eins máls flokkur og ég er þeim fullkomlega ósammála.

Ég hef reyndar ekki gert upp við mig hvort ég er fylgjandi eða andvígur aðild að Evrópusambandinu – og ætla ekki að gera fyrr en ljóst er hvaða samningur er í boði.

En þetta tal um að einhvers konar fullveldisafsal felist í aðild að sambandinu er þvílíkt rugl að það tekur því ekki að velta þessu frekar fyrir sér.

Þá hafði ég aldrei mikið álit á helsta talsmanni flokksins þegar hann sat í ríkisstjórn og gat ekki svarað einföldum spurningum án útúrsnúninga og/eða stæla.

En [svo ég bæti við upphaflega færslu] auðvitað er þetta ekki þeirra eina stefnumál, en þeir virðast „helteknir“ af þessu, varla hægt að nefna veðrið án þess að þeir fari að tala um ESB, og því kannski fljótlegt að afgreiða þá sem valkost. Ef önnur stefnumál eru skoðuð þá er ég svona mismikið sammála þeim, það er ekkert sem dregur mig sérstaklega til þeirra umfram aðra og þetta stóra atriði sem ég er ósáttur við nægir til.

Lokað er á athugasemdir.