Taugaveiklun vegna símtala

Posted: apríl 11, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Þessi færsla á víst heima í færsluröðinni minni „óvinsælar skoðanir“…

Í þetta skipti er ég að hugsa um full yfirdrifin viðbrögð við fréttum um að óvart hafi verið hlustað á símtöl hjá röngum aðila við rannsókn máls.

Ekki misskilja… auðvitað á þetta ekki að koma fyrir og auðvitað á þetta að að verða til að verklag verður endurskoðað til að tryggja að svona endurtaki sig ekki.

En það er óþarfi að missa sig alveg. Það er ekki eins og símtölin hafi verið sett á netið eða aðgengilegt almenningi á annan hátt. Ekki einu sinni eins og fjöldi manns hafi hlustað. Það eru auðvitað nokkuð góðar líkur á að símtölin hafi verið nauðaómerkilegt, þeir sem hlustuðu (hafi yfirleitt einhver hlustað) ekki haft hugmynd um hverjir voru að tala, eða um hvað. Þannig eru líkurnar á mögulegum skaða eru frekar litlar, nánast hverfandi.

Þetta mál kemst að minnsta kosti ekki ofarlega á minn lista yfir það sem mætti fara betur í rannsóknar- og réttarkerfinu okkar.

Og ef einhver ætlar að spyrja hvernig mér hefði orðið við ef þetta hefði verið mitt símtal / mín símtöl, þá er svarið kýrskýrt: mér væri nákvæmlega sama.

Jú, og svo það komi fram þá vinn ég hjá fyrirtæki sem tengist Símanum, en ég hef ekki hugmynd um hvaða símafyrirtæki kom við sögu…

PS. Rétt að taka fram að upphaflega hélt ég að um eitt símtal væri að ræða, lagfærði færsluna eftir ábendingu.

Athugasemdir
  1. Sveinn Agnarsson skrifar:

    Þetta voru víst vel á þriðja hundrað símtöl, af um fimm hundruð sem merkt voru Ólafi Ólafssyni. Þannig að það hlýtur að vera gagnrýnivert, hvort sem símtölin hafi farið á netið eða ekki.

    Og þetta var ekki stafavíxl á tveimur keimlíkum númerum. Samkvæmt Ólafi snerist þetta um hlerun á erlendu númeri, síma sem hann notaði í Sviss.

  2. Auðvitað er þetta gagnrýnivert, svo það sé á hreinu – minn misskilningur að um eitt símtal væri að ræða – og klárlega grófara ef þetta var svona mikið.

    Eftir stendur að það er allt í lagi að draga andann, ég er kannski að heyra ýktustu viðbrögðin…