Vegguppstilling

Posted: mars 31, 2013 in Stjórnmál, Umræða

Nú hef ég ekki gert upp við mig hvað ég ætla að kjósa í komandi alþingiskosningum, enda ótímabært, það er ekki ljóst hvaða valkosti ég hef. Mörg ný framboð eru álitlegur kostur, en ég hef svo sem margt við flest þeirra að athuga.

En það er augljóst að fráleitt ákvæði í kosningalögum gerir þeim erfitt fyrir, þeas. 5% reglan við úthlutun jöfnunarsæta. Ekki bara vegna þess að reglan getur hæglega komið í veg fyrir að fleiri en eitt framboð hljóti verðskulduð þingsæti heldur líka vegna þess að einmitt sú staðreynd fælir væntanlega kjósendur frá.

Auðvitað er einhver og jafnvel talsverður munur á stefnumálum margra þessara framboð. Í sumum tilfellum meiri en svo að hægt sé að sameinast um framboð. Í öðrum tilfellum er ágreiningur sennilega talsvert minni en innan margra eldri stjórnmálaflokkanna.

Þess vegna er það ákveðinn dómgreindarskortur af þessum framboðum að fara ekki sameiginlega í framboð. Og ég á erfitt með að kjósa fólk ef dómgreindin er úti á túni.

Ég stilli því fulltrúum þessara framboða „upp við vegg“, náið saman um framboð og ég skoða alvarlega að kjósa ykkur eða mitt atkvæði fer annað.

Og mér er slétt sama um hvort ykkur finnst þetta óþægilegt eða ekki.

Athugasemdir
  1. Hmm… Finnst þér menn vænlegri til þingmennsku ef það má stilla þeim upp við vegg og þröngva til þess að gera eitthvað óþægilegt eða andstætt skoðunum þeirra og samvisku?

  2. Nei, ég er alls ekki að tala um það, og hef einmitt gert athugasemdir við það þegar „flokksaga“ er beitt á þingi.

    Ég er ekki að tala um neitt sem er andstætt skoðunum eða samvisku, framboðin fara fram í sínu nafni með sínar skoðanir og fá sín atkvæði út á þær. Og geta gert það með góðri samvisku. Enda tala ég hvergi um annað og skil ekki hvernig þú færð út úr þessari færslu.

    Hiit er svo annað mál, að hvort þeim þykir eitthvað óþægilegt eða ekki skiptir mig engu.

  3. Ómar Harðarson skrifar:

    Vandamálið er reyndar að dómgreindarskorturinn virðist ekki síður plaga fjórflokkinn og BF. Ef maður ætlar á annað borð að kjósa snýst því vandinn um einhvers konar bestun, lágmarka afleiðingar dómgreindarskortsins og hámarka þau atriði sem maður helst við sjá á næstu árum. Ég hlakka til að heyra meira frá þér, Valgarður, um hvers vegna þú ætlar ekki að kjósa… X

    • Já, það er rétt, það er ekki auðvelt að velja og á ekkert síður við um gömlu flokkana…

      • Halldór Carlsson skrifar:

        Í einhverjum ídeal heimi má skammast yfir 5% reglunni. En raunveruleikinn birtist eftir mánuð og óskiljanlegt að reyna þetta ekki af alvöru, því fólk hefur tilhneigingu til að veðja á þá hesta sem ná amk að klára hlaupið hvort sem þeir vinna eða ekki, og ef þetta sameiginlega framboð – sem hefði getað orðið til – hefði td haft 10% fylgi í könnunum dagana fyrir kosningar, myndi það þýða að fleiri kysu þau til viðbótar.

        Núna fá þau öll 2,5% og ég er sammála Valgarði – hæpið að veðja á hesta sem komast ekki neitt, og fólk sem getur ekki unnið með öðrum