Það er ekkert því til fyrirstöðu að ein samtök bjóði fram marga lista í komandi alþingiskosningum.
Þá eru fordæmi fyrir því að ólíkir lista geti haft hvert sinn listabókstaf. Þetta gerðist 1967 þegar Hannibal Valdimarsson bauð fram utan flokka í Reykjavík undir með listabókstafinn I en atkvæðin töldust með atkvæðum Alþýðubandalagsins, sem bauð fram undir listabókstafnum G.
Nú eru kosningalögin ekki skýr og nánast virðist ákvörðunin háð geðþótta kjörstjórna. En með fordæmi til staðar þá mætti ætla að það þyrfti skýr lagaákvæði til að neita sameiginlegri stjórnmálahreyfingu að bjóða fram nokkra lista og fá þau talin sem atkvæði einnar hreyfingar á landsvísu.
Þannig má komast hjá undarlegri 5% reglu við úthlutun jöfnunarsæta og nýta atkvæðin þegar jöfnunarsætum er úthlutað.
Sæll Valgarður.
Mér sýnist misskilningur hjá þér um Hannibalsmálið 1967. Hann fékk ekki að slá sér saman við Allaballa. Sjá pistill minn: http://thorkellhelgason.is/?p=1893
Með bestu kveðjum, Þorkell
Þorkell Helgason
Netfang: thorkellhelga@gmail.com
Vefsíða: http://www.thorkellhelgason.is Fésbók: Þorkell Helgason
Símar: 499 3349 eða +49 1631702113
Heimilisfang: Strönd, 225 Garðabæ
Takk, sá ekki strax, athugasemdir með mörgum tenglum fara sjálfkrafa á bið…
En það er rétt að framboðið var ekki hluti af G framboðunum, en það breytir því ekki að atkvæði I-lista voru talin með atkvæðum G-lista á landsvísu við úthlutun jöfnunarsæta (eða „uppbótar“ eins og þau hétu víst þá).
Þannig er fordæmi fyrir því að atkvæði ólíkra listabókstafa telji saman á landsvísu.
Strax eftir kosningarnar 1967 var lögum breytt til að koma í veg fyrir ósvinnu þá sem Valgarður vísar í (lög nr. 48/1968) „Ef sá aðili, sem samkvæmt reglum flokks er ætlað að ákveða framboðslista, eða staðfesta framboðslista endanlega, ber fram mótmæli gegn því, að listi sé í framboði fyrir flokkinn, skal yfirkjörstjórn úrskurða slíkan lista utan flokka og landskjörstjórn úthluta uppbótarþingsætum í samræmi víð það“).
Ákvæði um að meðmælendur skyldu meðvitaðir um hvaða stjórnmálasamtökum listinn tilheyrði voru sett í lög um þingkosningar nr. 80/1987. Samskonar ákvæði eru í núgildandi lögum (2.mgr. 32. gr. l. nr. 24/2000).
Ég fæ því ekki séð, þótt fordæmið sé vissulega til, að lagaforsendur séu til að búa til ein (regnhlífar) stjórnmálasamtök með einfaldri yfirlýsingu án þess að fá til þess samþykkt allra meðmælendanna að hinum einstöku listum.
Já, en það vísar væntanlega til þess að upphaflega mótmælti Alþýðubandalagið þessu og lögin virðast skýra það að stjórnmálasamtök geta „svarið af“ sér önnur framboð, en það er ekki skýrt að þetta gildi ef öll samtökin samþykkja. Mögulega þarf þó að stofna sérstök samtök um framboðin og safna undirskriftum á þeim fosendum.