Ótrúleg heimska

Posted: mars 30, 2013 in Stjórnmál, Umræða

Ég heyrði ansi góða, merkilega, jafnvel lærdómsríka sögu af kjósanda í gær.

Kjósandinn sagðist ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Aðspurður hvers vegna, svaraði hann því til að flokkurinn lofaði mestu. Hann var þá spurður hvort hann tryði því virkilega að Framsóknarflokkurinn gæti – eða yfirleitt ætlaði – að standa við loforðin.

Svarið var, nei, nei, en það svíkja hvort sem er allir flokkar kosningaloforðin.

Er þetta ekki alveg ótrúleg heimska? Að ætla að kjósa þann sem lofar mestu þrátt fyrir að hafa enga trú á að staðið verði við loforðin. Er þetta ekki í rauninni ákvörðun um að kjósa þann sem viðkomandi gefur sér að komi til með að svíkja mest? Að ákveða að kjósa þann sem kjósandinn telur mestu svikarana og óheiðarlegasta?

PS. Ég er ekki að leggja dóm á hvort Framsóknarflokkurinn er líklegri eða ólíklegri en aðrir til að svíkja sín loforð. Aðeins að bölsótast yfir rökum kjósanda fyrir valinu.

Athugasemdir
  1. Olafur Skorrdal skrifar:

    Fólk verður að fá að vera fífl í friði.

  2. Birgir Baldursson skrifar:

    Nei, af hverju ætti fólk að fá að vera fífl í friði þegar það káfar upp á velferð samfélagsins? Það á að vera borgaraleg skylda okkar að koma vitinu fyrir fólk, ef við viljum betra samfélag.