Ekkert umboð til undanbragða

Posted: mars 17, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Flestir núverandi þingmanna voru kosnir á þing eftir loforð fyrir kosningar um nýja stjórnarskrá.

Þingið skipaði stjórnlagaráð til að endurskoða stjórnarskrána.

Þingið spurði síðan þjóðina álits á tillögum stjórnlagaráðs og fékk afgerandi svar, mikill meirihluti studdi það að klára stjórnarskrána.

Þingið hefur þess vegna ekkert umboð til að spila með málið í einhverri refskák í þinglok eða sem hluta af kosningabaráttu. Þingið hefur einfaldlega ekkert umboð til undanbragða, hvorki til að fresta málinu, drepa á dreif eða þynna út.

Lokað er á athugasemdir.