Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, gítarleikari og ég-veit-ekki-hvað hefur barist við erfiðan sjúkdóm í nokkra mánuði.
Ofan á alla erfiðleikana og ofan á allt það álag fylgir svona veikindum þá hefur þetta komið illa niður á fjárhag heimilisins.
Ingólfur hefur verið einstaklega hjálplegur við fjölskyldu, vini, kunningja og þess vegna hálf ókunnuga í gegnum tíðina – og nú er komið að okkur að styrkja Ingólf.
Fimmtudagskvöldið 28. febrúar verða hljómleikar í Norðurljósasal Hörpu til stuðnings Ingólfi.
Þarna koma fram:
- Ari Eldjárn
- Bodies
- Dimma
- Fræbbblarnir
- Hellvar
- Hljómeyki
- Hrafnar
- Hörður Torfason
- KK
- Nóra
- Nýdönsk
- ÓP-hópurinn
- Q4U
sem í sjálfu sér er nægilega góð ástæða til að mæta.
En þegar við bætist að allir þeir sem koma fram gefa sínu vinnu og Ingólfur og fjölskylda njóta góðs af þá er þetta auðvitað skyldumæting.