Tölfræðiklám

Posted: febrúar 26, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar tölfræði er notuð til að sýna fram á eitthvað án þess að nokkrar forsendur séu fyrir að lesa úr tölunum.

Nú heyrum við fréttir af því að beiðnum lögreglu um hlerarnir sé nánast aldrei hafnað, eitthvað um 1%. Og gefið er í skyn að við eigum að draga þær ályktanir að heimilidir til hlerana séu misnotaðar.

Fyrir það fyrsta þá segir þetta ekki neitt. Mögulega hefur lögreglan einfaldlega tamið sér vinnubrögð þannig að lítið sé um ástæðulausar beiðnir. Og hitt er líka rétt að hafa í huga, að skaði þess sem er hleraður er oftast lítill sem enginn, að minnsta kosti ef rétt er farið með gögn.. á meðan það geta verið miklir hagsmunir af því að upplýsa erfið mál.

Ef einhver getur bent á að heimild til hlerunar hafi verið veitt án gildrar ástæðu þá eru það góð rök til að halda því fram að þær séu of oft veittar.

Og ef einhver getur bent á að gögn úr hleruðum símtölum hafi verið misnotuð, þá er það heldur betur góð ástæða til að endurskoða lög og reglugerðir.

Hvort tveggja eru góð og gild málefnaleg rök.

Svona tölfræði eru marklausar upplýsingar sem segja nákvæmlega ekki neitt.

 

Athugasemdir
 1. Einar skrifar:

  „Og hitt er líka rétt að hafa í huga, að skaði þess sem er hleraður er oftast lítill sem enginn, að minnsta kosti ef rétt er farið með gögn.“

  Mér myndi finnast það innrás í mitt einkalíf ef ókunnugt fólk (starfsfólk lögr) væri að hlusta á mín símtöl, þótt ekkert glæpsamlegt væri verið að ræða.

  Við sem borgarar þessa lands höfum okkar rétt. Þetta er ekki lögregluríki þar sem lögreglan getur gert það sem henni sýnist og brotið á réttindum heiðvirðra borgara … bara útaf einhverjum grun sem oft kemur í ljós að var ekki á neinum rökum reistur.

 2. OK, ég hef svo sem aðra skoðun á því, það gerir mér nákvæmlega ekki neitt þó einhver vilji hlusta á símtölin mín ef það er tryggt hvernig farið er með gögnin.

  Hitt er lykilatriði, hvort grunurinn var á rökum reistur eða ekki… ef hægt er að sýna fram á að heimildir til hlerana hafi verið veittar án þess, þá er það alvarlegt mál, hvort sem það er eitt tilfelli af þúsund – og hvort sem 1%, 20% eða 50% beiðna er hafnað eða ekki. Punkturinn er að tölfræðin er marklaus í þessu samhengi.

  PS. lagaði orðalagið.