Posts Tagged ‘hleranir’

Tölfræðiklám

Posted: febrúar 26, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar tölfræði er notuð til að sýna fram á eitthvað án þess að nokkrar forsendur séu fyrir að lesa úr tölunum.

Nú heyrum við fréttir af því að beiðnum lögreglu um hlerarnir sé nánast aldrei hafnað, eitthvað um 1%. Og gefið er í skyn að við eigum að draga þær ályktanir að heimilidir til hlerana séu misnotaðar.

Fyrir það fyrsta þá segir þetta ekki neitt. Mögulega hefur lögreglan einfaldlega tamið sér vinnubrögð þannig að lítið sé um ástæðulausar beiðnir. Og hitt er líka rétt að hafa í huga, að skaði þess sem er hleraður er oftast lítill sem enginn, að minnsta kosti ef rétt er farið með gögn.. á meðan það geta verið miklir hagsmunir af því að upplýsa erfið mál.

Ef einhver getur bent á að heimild til hlerunar hafi verið veitt án gildrar ástæðu þá eru það góð rök til að halda því fram að þær séu of oft veittar.

Og ef einhver getur bent á að gögn úr hleruðum símtölum hafi verið misnotuð, þá er það heldur betur góð ástæða til að endurskoða lög og reglugerðir.

Hvort tveggja eru góð og gild málefnaleg rök.

Svona tölfræði eru marklausar upplýsingar sem segja nákvæmlega ekki neitt.