Ekki „trúleysingi“

Posted: febrúar 14, 2013 in Trú, Umræða
Efnisorð:

Birgir Baldursson – og væntanlega fleiri – benti á góðan myndatexta frá Gudloysi á Facebook í gær..

I am not an „atheist“ because I don’t define myself by what I am not. I don’t fuck pigs either, but I don’t fell the need to call myself an „apigfucker“

sem útleggst í lauslegri þýðingu

Ég er ekki „trúleysingi“ vegna þess að ég skilgreini mig ekki út frá því sem ég er ekki. Ég sef ekki hjá svínum en ég hef enga þörf fyrir að kalla mig „ekkisvínahjásofari“

Þetta er nokkuð góður punktur. Og eins og Birgir bendir á, eru trúaðir ekki einfaldlega „skynsemisleysingjar“?

Okkur vantar eiginlega betra hugtak yfir þá sem aðhyllast heilbrigða skynsemi og hafna bábiljum, hjávísindum, hindurvitnum og hvers kyns kukli sem byggir ekki á öðru en óljósum hugdettum.

Einhverjar hugmyndir? Má taka Birgi á orðinu og svara „Nei, ég er ekki trúaður ég er skynsamur“?

 

Athugasemdir
  1. -DJ- skrifar:

    Sam Harris anyone?

  2. Skúli Pálsson skrifar:

    Orðið „húmanismi“ hefur verið notað um lífsskoðun í þessum anda.

    • Það kemur reyndar þrennt til. Mér finnst orðið „húmanist“ ekki vel heppnað, einhvers konar tilraun til að íslenska orð með því að setja kommu. Þegar ég var yngri komu sjálfskipaðir „húmanistar“ óorði á hugtakið. Og svo er (var) eitthvert stjórnmálafyrirbæri, Húmanistaflokkur, sem ég vil ekki tengja mig við.