Klám og tunglferðir

Posted: febrúar 15, 2013 in Umræða
Efnisorð:, ,

Ég sá einhvers staðar þá fullyrðingu að fyrst við (auðvitað ekki við Íslendingar, heldur einhverjir aðrir) hefðum getað sent menn til tunglsins þá gætum við stöðvað dreifingu á klámi á netinu.

Þetta er auðvitað slá-ryki-í-augun-á-fólki fullyrðing og ekki ætluð til annars en að blekkja – þeas. bera saman eitthvað tvennt, láta líta út fyrir að það sé sambærilegt og draga svo ályktun.

Auðvitað er aðalástæðan fyrir því að bann á klámi er fáránleg sú að ríkisvaldinu kemur ekkert við hvort fólk vill horfa á klám eða ekki.

En svona fyrir þá sem vilja hengja sig í samlíkinguna þá er allt í lagi að hafa í huga að við vissum jú hvar tunglið var áður en ákveðið var að fara þangað. Það hefur enginn, mér vitanlega, getað skilgreint hvað er klám og hvað ekki – hvað þá að þær skilgreiningar sem hafa verið reyndar standist skoðun ólíkra tíma og menningarheima.

Og, jú, það er vissulega ekki hægt að segja að það sé fullkomlega útilokað að stöðva klám inn á tölvur landsmanna, að því gefnu að einhverjum tækist að skilgreina klám. En það myndi væntanlega kosta eitthvað svipað og að senda mann til tunglsins. Og setja fáránlegar takmarkanir á almenna notkun netsins. Við eigum kannski nóg af peningum í svona….

Athugasemdir
  1. Jón Frímann skrifar:

    Það var Halla. Aðstoðarmanneskja Ögmundar sem sagði þetta og þetta kom fram í frétt á eyjan.is.