Posts Tagged ‘Tekjuskattur’

Má leggja niður tekjuskatt?

Posted: mars 23, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Það varð óneitanlega smá hvellur í vikunni í umræðu um skattatilfæringar hjá nokkrum fyrirtækjum.

Erlendis hefur þetta verið umræða almennt um aðferðir stórfyrirtækja til að flytja hagnað á milli landa þannig að hann sé sem minnst skattlagður – Starbucks og Google hafa verið tekin sem dæmi.

Hér varð þetta strax að „álfyrirtækjagrýlu“. Jú eitt álfyrirtæki hafði ekki borgað tekjuskatt á meðan uppbygging var í gangi en greiðir nú þokkalegar upphæðir í tekjuskatt.

Annað hefur greitt tekjuskatt árum ef ekki áratugum saman. En það var enginn að nefna þetta. Enda ekkert fréttnæmt.

Auðvitað eru góð og gild rök fyrir að þjóðfélag þar sem hagnaður myndast njóti þess að einhverju, eða miklu, leyti. En það verða að vera almennar reglur sem gilda um alla, ekki bara veiðileyfi á eina tegund fyrirtækja.

Svo er önnur hugmynd og önnur umræða – en kannski tímabær.

Er ekki kominn tími til að leggja tekjuskattinn niður? Muni ég rétt nefndi Gylfi Þ. Gíslason þessa hugmynd fyrir um 30 árum.

Ég hef alltaf hallast að einföldu gagnsæu skattkerfi. Flókið kerfi með mörgum póstum (skattstofnum) og fjölmörgum undantekningum er bæði dýrt í rekstri og býður upp á misnotkun og undanskot.

Er það alvitlaus hugmynd að leggja af tekjuskatt, eignaskatt, erfðafjárskatt og láta neysluskatta nægja?

PS. OK, ég er sjálfur ekki 100% sannfærður, en mér finnst vel þess virði að taka þessa umræðu