Posts Tagged ‘Öfgar’

Öfgamaður

Posted: júlí 16, 2012 in Spjall, Umræða
Efnisorð:

Hugtakið „öfgar“ virðist vera í frjálsu gengisfalli þessa dagana. Eins og einelti. Hugtökin eru notuð af minnsta tilefni og dreift hugsunarlaust til að drepa umræðu á dreif og forðast málefnalega rökræðu og að svara efnislega.

„Öfga“ stimpillinn er þægileg leið til að gera lítið úr skoðunum annarra þegar engin mótrök eða upplýsingar virðast vera fyrir hendi. Og „öfgar“ er einmitt gjarnan notað um skoðanir annarra til að réttlæta órökstuddar skoðanir þegar fátt er um rökstuðning.

En hvað eru öfgar? Geta vel rökstuddar skoðanir verið „öfgar“? Eru óvenjulegar skoðanir „öfgar“? Eru skoðanir sem ganga gegn skoðunum fjöldans alltaf „öfgar“?

Ég hef svo sem ekki talið mig öfgamann hingað til. Langt frá því. En þetta eilífa öfgatal er að verða til þess að ég hef verið að hugsa málið.

Ef það eru öfgar að fylgja sannfæringu sinni og rökstuddum skoðunum hvað sem öðrum finnst… tja, þá er ég líkast til mjög öfgafullur.

Eins og allir þeir sem hafa komið einhverjum framförum til leiðar.

Og ef það er „öfgaleysi“ er að sitja þegjandi undir ranglæti vegna þess að það er ekki vinsælt, þá er ég öfgamaður.

Og stoltur af.