Sendi eftirfarandi bréf til fjármálaráðherra.
Í ljósi þess að ég tilheyri hvorki trúfélagi né lífsskoðunarfélagi þá vil ég fara fram á að skattgreiðslur mínar verði lækkaðar sem upphæð sóknargjalda nemur.
Í máli sem Darby höfðaði gegn sænska ríkinu og áfrýjaði til Mannréttindadómstóls Evrópu – mál 11581/85 – kom fram að kröfu hans var hafnað á þeim forsendum að hann gæti sagt sig úr lífsskoðunarfélagi og lækkað þannig skattgreiðslur sínar.
Það er því ljóst að Mannréttindadómstóllinn telur það forsendu þess að ekki sé verið að brjóta mannréttindi með greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði að hver einstaklingur eigi kost á að lækka skattgreiðslur sem þeirri upphæð nemur.