Ætluð réttaróvissa vegna nýrrar stjórnarskrá

Posted: október 24, 2020 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:, ,

Mér heyrist tal um laga- eða réttaróvissu sé orðin einhvers konar þungavigtar klisja í málflutningi þeirra sem vilja með öllu forðast að afgreiða nýja stjórnarskrá.

Það er auðvitað gott og gilt að þetta sé haft í huga í meðförum Alþingis og nauðsynlegar breytingar gerðar ef þurfa þykir.

En þetta er farið að hljóma eins og einhver allsherjar afsökun fyrir að sleppa því að, svo mikið sem, taka málið fyrir. Oftar en ekki á einhverjum dularfullum og óútskýrðum nótum.

Nú er ég ekki lögfræðimenntaður og ekki skal ég útiloka að einhver atriði megi betur fara.

En í hverju er þessi óvissa fólgin.. kannski gengur mér illa að leita, en ég finn afskaplega lítið haldbært um þetta. Þetta er aðallega á „ýmsir telja..“ og „sumir óttast..“ nótunum.

Stangast einhver lög á við nýja stjórnarskrá. Nú þá er ekkert að því að breyta viðkomandi lögum. Nú eða breyta stjórnarskránni ef þetta eru einhver tæknileg smáatriði.

Jú, „dómafordæmi“ eru stundum nefnd til sögunnar. Hvaða dómafordæmi? Það er enginn að tala um að stjórnarskrá eigi, frekar en lög, að vera afturvirk.

Stangast ákvæði hennar á forsendur dóma? Gott og vel, er það ekki einfaldlega verkefni dómstóla að leysa úr þessu í framtíðinni? Ég man ekki til að hafa heyrt um að ekki megi breyta lögum vegna dómafordæma…

Lokað er á athugasemdir.