Þegar bullið um að slaka á sóttvörnum fer á flug

Posted: október 31, 2020 in Umræða
Efnisorð:

Fyrir það fyrsta, nei, ég er ekki læknir og því síður sérmenntaður í sóttvörnum.. en ég er ekki að ná nokkurri glóru í málflutningi þeirra sem tala gegn sóttvörnum. Auðvitað er eðlilegt og sjálfsagt að ræða alla fleti og velta upp öllum (ja, mörgum) hugmyndum. En það er allt í lagi að gera lágmarkskröfur um að það sé einhver smá hugsun á bak við.

Nú virðist komin af stað umræða á þeim nótum annars vegar að það sé óþarfi að fylgja fyrirmælum um sóttvarnir á þeim forsendum að 99% þeirra sem sýkjast nái sér og hins vegar að það séu fyrst og fremst ákveðnir hópar sem eru í hættu.

Fyrir það fyrsta, sú fullyrðing að 99% nái sér, ekki veit ég hvaðan er komið.

Þá er gjarnan verið að rugla saman því að fólk lifi af annars vegar og nái sér hins vegar. Það eru allt of margir sem veikja illa og eru að glíma við afleiðingarnar mánuðum saman.

Hitt er að, 1% er kannski ekki hátt hlutfall svona ef við horfum á tölugildi, en það er helv.. hátt ef þú tilheyrir þessu eina prósenti.

Og.. hvaða máli skiptir þó þeir sem eru í áhættuhópi fari verr út úr veikindunum? Er það þá bara allt í lagi? Kannski ekki ef þú tilheyrir þessum hópi. Þar fyrir utan, þá eru mýmörg dæmi um fólk á besta aldri án undirliggjandi sjúkdóma sem hefur látist eftir að hafa veikst vegna Covid-19.

En það sem sérstaklega truflar enn frekar mig er þessi rökleysa með 1% og að það sé ekki mikið miðað við fjölda smita og veikinda, þetta séu fáir einstaklingar. Aftur, ekki svo fáir ef þú ert ein(n) þeirra. En skoðum enn frekar, segjum að það sé „ásættanlegt“ hlutfall {sem mér finnst sem sagt glórulaust svo því sé haldið til haga] á meðan smitin eru ekki fleiri, en hugsið aðeins!

Ef við slökum á sóttvörnum á þeim forsendum að þetta sé ásættanlegt, út frá fjöld smita í dag… hugsið aðeins! Ef slakað er á sóttvörnum og veiran fer á flug þá vísar 1% bara til nokkuð margar einstaklinga.

Skyldu viðkomandi hafa reiknað út afleiðingar þess að 3.600 manns veikist það illa að þau nái sér ekki? Fólk í heilbrigðisgeiranum. Eiga sjúkrahúsin einhverja möguleika á að sinna öllum þessum sjúklingum? Og þetta eru bara þeir sem ekki ná sér. Hvað með þann fjölga sem eru veikir dögum og vikum saman.

Eruð þið í alvöru búin að reikna hvað þetta kostar?

Eða er þetta bara innantómt hugsunarlaust gjamm út í loftið?

Grunn hugsunin finnst mér óverjandi mannfyrirlitning.

Rökin eru þar fyrir utan óhugnanlega heimskuleg.

Lokað er á athugasemdir.