Hjarð-geta-unnið-úr-einföldustu-upplýsingum

Posted: nóvember 11, 2020 in Umræða
Efnisorð:

Það kemur stöku sinnum fyrir, eitt augnablik í senn, að mér dettur í hug að kannski þurfi ekki reglur um sóttvarnir, það ætti að nægja að segja fólki „þetta er lífshættuleg veira og þið þurfið að…“

En þá man ég að það er talsvert af fólki hér sem heldur að forseti Bandaríkjanna sé nú kannski ekki svo slæmur, styður formann Miðflokksins, skilur ekki hlýnun jarðar, er á því að jörðin sé flöt og/eða að bólusetningar valdi einhverfu (þetta fer gjarnan saman).

Í stuttu máli, nokkuð stór hópur fólks getur ekki unnið úr einföldustu upplýsingum.

Við ættum kannski ekki að vera að sækjast eftir hjarðónæmi, það væri frekar að sækjast eftir hjarð-geta-unnið-úr-einföldustu-upplýsingum!

Lokað er á athugasemdir.