Veggjöld, standast ekki skoðun

Posted: janúar 29, 2019 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Þá virðast veggjöldin vera á leiðinni.

Fyrir það fyrsta þá er þetta grundvallarmisskilningur, misskilningur sem byggir á því að gott samgöngukerfi sé eingöngu fyrir þá sem keyra um á bíl.

Auðvitað kemur gott samgöngukerfi öllum til góða.

Og það þarf ekki að benda á kostnaðinn sem lélegt kerfi hefur í för með sér fyrir okkur öll.

Ekki bætir úr skák að fyrirhuguð gjöld leggjast ekki í nokkru samræma á þá sem nota vegakerfið, ef við gefum okkur að þeir sem nota vegakerfið mest eigi að greiða fyrir uppbyggingu þess – sem eins og áður segir, gengur ekki upp.

Þá er eiginlega fráleitt að fara í skattheimtu sem kostar talsvert í framkvæmd og étur þannig hluta af gjöldunum, þetta er einfaldlega glórulaus sóun á peningum.

Að lokum treysti ég ekki þessum skattpíningarkóngum fyrir horn, reynslan hefur margsinnis sýnt að sérstök gjöld, ætluð til afmarkaðra verkefna, renna fljótlega í hvaða önnur verkefni sem sem þykir vinsælt að hafa í forgangi hverju sinni.

Lokað er á athugasemdir.