Langt heiti á lítilmenni

Posted: desember 13, 2018 in Stjórnmál, Umræða

Ég skal játa að mér vefjast oft fingur um lyklaborð við að velja viðeigandi lýsingarorð fyrir æðsta stjórnanda Bandaríkjanna.

Ég hef stundum notað orðið „trúður“, vegna galgopalegra yfirlýsinga um hluti sem hann veit klárlega ekkert um, sýndarmennsku, innistæðulausrar sjálfumgleði og yfirgengilegrar fáfræði – að ógleymdri hegðun sem gjarnan minnir á ofdekrað þriggja ára barn í frekjukasti.

En „trúður“ er auðvitað engan veginn nákvæmt, það er allt of vingjarnlegt og nær engan veginn yfir alla þá fjölbreyttu eiginleika sem birtast okkur reglulega.

Úrþvætti, skítseiði, fábjáni, fáráðlingur, siðblindur, loddari, drullusokkur, raðlygari, sauðheimskur, svikari, falsari, rasisti, afglapi, auli, aðhlátursefni, fáráðlingur, viðrini… allt þetta á auðvitað miklu betur við – og ég er væntanlega að gleyma einhverju.

Íslenskan á ekki eitt orð yfir þessi stjarnfræðilega samsettu ósköp sem sameinast í þessu fyrirbæri, ekki frekar en önnur tungumál.

En íslenskan á kannski eitt vopn fram yfir önnur tungumál, samsett orð.

Er ekki við hæfi að nota úrþvættisskítseiðisfábjánafáráðlingssiðblinduloddaradrullusokksraðlygarasauðheimskusvikarafalsararasistaafglapaaulaaðhlátursefnisfáráðlingsviðrini?

Æi, trúður datt út. Jæja.

Lokað er á athugasemdir.