Kosningavökur

Posted: október 28, 2017 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Ég hef eiginlega fylgst með kosningavökum frá 1967 – já, 8 ára – og sat auðvitað oftast heima í Víðihvammi og horfði með fjölskyldunni. 1978 minnir mig að ég hafi að hluta til farið á flakk til nokkurra menntaskólavina, 1979 var ég í framboði fyrir Sólskinsflokkinnn og minnir að ég hafi verið heima og/eða á einhverju flakki. 1982 sat ég með Höskuldi yfir grilluðum kótilettum fram eftir nóttu. Ég man ekki nákvæmlega eftir kosningavökunni 1983, en frá 1986-2010 var ég oftast í útsendingu, ýmist bara fyrir Rúv eða bæði fyrir Rúv og Stöð2. Ein undantekning var þó 1995, þá var ég ekki að vinna og við fórum út að borða með Brynju & Sverri og svo í eitthvert samkvæmi með þeim á eftir. 2013 buðum við Höskuldi & Sirrý í mat til Krissa & Rúnu (!) og fylgdumst með eitthvað fram eftir. 2014 vorum við í Maastricht og náðum ekki að fylgjast með útsendingunnni vegna þess að vefir fréttastofanna voru ekki að virka. 2016 mættum við á kosningavöku Pírata þannig að í kvöld er ég í fyrsta skipti síðan 1983 að fylgjast með kosningavökunni heima…. nema auðvitað að við æsum okkur á kosningavöku Pírata – í öllu falli náum við fyrstu tölum heima.

(óvart birt á vitlausri síðu í fyrstu…)

Lokað er á athugasemdir.