Kirkjujarðir, upplýsingar

Posted: febrúar 28, 2017 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Ég sendi fjármálaráðherra opna fyrirspurn um verðmæti, tekjur og gjöld þeirra jarða sem ríkið á að hafa tekið yfir við kirkjujarðasamninginn svonefnda.

Ég hef engin svör fengið, enda skilst mér að það liggi nú engan veginn á lausu hvaða jarðir þetta eru.

Hitt er að eftir að ég skrifaði grein fyrir nokkru í Fréttablaðið fékk ég símtal frá einstaklingi sem þekkti til (amk.) og var með ansi fróðlegar upplýsingar um jarðirnar.

Ég var á hlaupum, náði ekki að klára símtalið almennilega en setti símanúmer og nafn í tengiliðalistann minn – fljótlega var skipt um þjón, það komu einhverjar villur í flutningi, ég þurfti að sækja afrit og í stuttu máli, þá finn ég ekki þessar upplýsingar.

Þannig að ef viðkomandi les þetta þá má hann endilega hafa samband!

Lokað er á athugasemdir.