Að sleppa því að kjósa er eins og að..

Posted: október 15, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

sitja í bát sem er að sigla í strand og nenni ekki að grípa í stýrið vegna þess að það sé ekki alveg öruggt að það breyti neinu.

Klisjur eins og

.. að eitt atkvæði breyti ekki neinu ganga ekki upp því að um leið og tuttugu kjósendur hugsa (og haga sér) þannig getur það breytt öllu, munað því hvort framboð komist yfirleitt inn á þing.

.. að það sé sami rassinn undir þeim öllum stóðst ekki skoðun þegar lítið annað var í boði en svokallaður fjórflokkur, og er hreint og klárt kjaftæði í komandi kosningum þegar mikið úrval er af framboðum sem bjóða allt aðra sýn á stjórnmálin og allt aðra nálgun við framkvæmd fyrirliggjandi verkefna.

Þetta eru einfaldlega lélegar afsakanir fyrir leti og framtaksleysi.

 

Lokað er á athugasemdir.