Skuldaleiðréttingartölfræðiforvitni

Posted: október 12, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Núverandi ríkisstjórn eyddi talsverðu púðri í að hrósa sér fyrir „svokallaða“ skuldaleiðréttingu, kannski hefði mátt nota meiri orku í að vinna leiðréttinguna betur.

Þess vegna langar mig til að biðja forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að svara nokkrum lykilspurningum um tölfræði vegna þessarar aðgerðar – og já takk, fá nákvæmar tölur, studdar af gögnum.

 1. hversu margir urðu fyrir „forsendubresti“ vegna lána þegar lánskjaravísitalan snarhækkaði eftir hrun? [hér á ég við alla, ekki eingöngu þá sem keyptu húsnæði]
 2. hversu margir þeirra fengu leiðréttingu?
 3. hversu margir þeirra eru betur settir eftir leiðréttingu, þeas. þegar tekið hefur verið tillit til annarra breytinga, svo sem vaxtabóta?
 4. hversu margir fengu „leiðréttingu“ þrátt fyrir að laun þeirra hafi haldið í við vísitölu frá því að lán var tekið?
  1. til þess tíma sem leiðréttingin var afgreidd
  2. til dagsins í dag
 5. hversu margir fengu „leiðréttingu“ þrátt fyrir að eignir þeirra hafi haldið í við vísitölu frá kaupum?
  1. til þess tíma sem leiðréttingin var afgreidd
  2. til dagsins í dag

Lokað er á athugasemdir.