Jökullinn logar

Posted: júní 2, 2016 in Fótbolti, kvikmyndir, Umræða
Efnisorð:,

Við mættum á forsýningu á heimildarmynd þeirra Sævars og Sölva, „Jökullinn logar“, um þátttöku íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM2016.

Það kom svo sem ekkert á óvart öll vinnsla er fyrsta flokks, klipping, hljóð, myndataka – gott og vel, auðvitað að undanskildum fjölskyldu upptökum af leikmönnum þegar þeir voru litlir, en innihaldið vegur heldur betur upp tæknilegar takmarkanir.

En, sem sagt, myndin er einstaklega vel heppnuð.. ekki bara ná þeir að festa sögulegan „leiðangur“ á filmu heldur ná þeir að setja hann í skemmtilegt samhengi og kynna þá einstaklinga sem sköpuðu þetta ævintýri. Tengingin við náttúruna er sérstaklega vel heppnuð og sama gildir um stoltið.. þeir ná þessu án þess að fara nokkurn tímann yfir strikið.

Þetta er auðvitað ómissandi mynd fyrir alla sem hafa minnsta áhuga á fótbolta og alla sem hafa fylgst með ótrúlegri leið landsliðsins.

En þetta er líka saga einstaklinga sem eru að eltast við (nánast) ómögulegt markmið.

Þú þarft ekki að vera áhugamaður um fjallgöngur til að njóta Everest. Og þú þraft ekki að hafa nokkurn minnsta áhuga á fótbolta til að þessi mynd heilli þig.

Jökullinn logar - 4

Lokað er á athugasemdir.