Flokks(glap)ræðið

Posted: apríl 11, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Kannski er einmitt núna góður tímapunktur fyrir þingmenn – og aðra stjórnmálamenn – að staldra aðeins við.

Það sem kallað hefur verið „flokksræði“ er ekkert endilega jákvætt fyrirbæri, stangast í rauninni algerlega á við stjórnarskrána og brenglar að mínu viti hugmyndina um lýðræði all verulega í verstu tilfellunum.

Einfalt dæmi má taka ef við gefum okkur að nokkrir þingmenn hafi náð þingsæti eftir prófkjör þar sem þeir kynntu afdráttarlausa afstöðu í mikilvægu máli (vilja segja „já“) sem aftur gekk þvert á skoðun annarra þingmanna flokksins (sem vilja segja „nei“). Gefum okkur tveggja flokka kerfi, að flokkurinn hafi meirihluta og sé í stjórn. Gefum okkur líka að flokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hafi sömu skoðun og þessir fáu þingmenn (og vilji segja „já“). Þannig vill meirihluti þingmanna segja „já“ en stjórnarflokkurinn beitir „flokksaga“ og allir þingmenn hans greiða atkvæði með „nei“. Þannig endurspeglar atkvæðagreiðslan hvorki vilja þjóðar né vilja þings og mikilvægt mál með gott fylgi er fellt.

Hvernig getur þetta verið jákvætt? Hvernig samrýmist þetta hugmyndum um lýðræði?

Lokað er á athugasemdir.