Verkefnin, þessi áríðandi og mikilvægu

Posted: apríl 7, 2016 in Stjórnmál, Umræða

Talsmenn stjórnarinnar hafa beinlínis „þrá-staglast“ á því að það séu svo brýn og mikilvæg verkefni sem stjórnin þurfi að klára að ekki sé verjandi að efna til kosninga fyrr en þeim sé lokið.

Fyrir það fyrsta, þá eru engar sérstakar líkur til að stjórn sem ekki hefur komið ákveðnum hlutum í verk á þremur árum nái allt í einu að klára þau á fáum vikum eða mánuðum.

Þá er ekki ósennilegt að ef þessu verkefni eru svona mikilvæg og áríðandi að það mætti leysa þau þrátt fyrir kosningar.

Eitthvað hafa stjórnarandstæðingar meira að segja dregið í efa að stjórnin þurfi yfir höfuð að koma að þessum verkefnum.

En aðallega, ef þetta eru svona brýn og góð verkefni, er þá ekki miklu betra að sækja sér umboð til að klára þau til kjósenda.. fyrir en ekki eftir?

 

Lokað er á athugasemdir.