Ég væri alveg til í að fólk (þar með talið forsetinn sjálfur) hætti að mæra forsetann vegna þess hvernig hann tók á ósk forsætisráðherra um þingrof og kosningar.
Látum vera að ekki er staðfest að forsætisráðherra hafi farið fram á eitt eða neitt, amk. ef marka má orð SDG (og já, ég geri mér grein fyrir ískaldri kaldhæðninni).
Hitt er að forsetinn átti auðvitað engan annan kost í stöðunni, þetta var svokallað „ekki-vandamál“ („no-brainer“ upp á enska tungu). Ég er sannfærður um að (nánast) hver sem er af núverandi frambjóðendum hefði afgreitt málið á sama hátt – nema kannski sleppt því að hrósa sjálfum sér.
Aðalatriðið er samt að SDG var forsætisráðherra í umboði ÓRG, sem valdi hann til að mynda ríkisstjórn á sínum tíma. Fyrir mér er augljóst að ÓRG sýndi verulegan skort á dómgreind með því vali og styrkir þá skoðun mína að við þurfum betri forseta.