Heimtið skaðabætur

Posted: mars 5, 2015 in Spjall, Umræða
Efnisorð:,

En það hefur verið allt of mikill sofandaháttur gagnvart sölumennsku á hvers kyns kukli – enn eru allt of margir sem vilja hafa „opinn huga“ – eða halda að eitthvað af þessu „gæti nú virkað“. Vonandi verður umfjöllun síðustu daga til að fólk taki þessari sölumennsku með gagnrýnum huga.

Ég velti samt fyrir mér…

Sá sem selur gallaða vöru er ábyrgur fyrir því sem hann er að selja.. kaupandi á skilyrðislaust rétt á skaðabótum. Sama gildir til dæms í fasteignaviðskiptum, sá sem selur fasteign með leyndum göllum – jafnvel í góðri trú – getur átt von á kröfu um bætur. Bílar eru skoðaðir fyrir sölu og sama gildir oft um fasteignir.

Nú þekki ég ekki alla lagakróka, sumir sölumenn heilsuvörunnar virðast taka stundum fram að þeir lofi ekki lækningu. En þeir virðast flestir gefa villandi upplýsingar.. í þeim tilgangi einum að pranga einhverju rusli inn á fólk sem ekki hefur næga þekkingu eða er einfaldlega nægilega örvæntingarfull til að reyna hvað sem er:

  • reynslusögur sem ekki eru staðfestar og sanna hvort eð er ekki neitt
  • fullyrðingar um eðli- og eða efnafræði sem stangast jafnvel á við náttúrulögmál
  • fullyrðingar um samsæri gegn stórsnjöllum uppfinningamönnum sem geta læknað hvað sem er

Þetta er svo auðvitað sérstaklega lúalegt þegar verið er að spila á neyð og örvæntingu langveikra og jafnvel dauðvona einstaklinga og hafa þannig af þeim fé og tíma, koma í veg fyrir mögulega lækningu og/eða takmarka lífsgæði enn frekar.

Þannig vil ég skora á þá (eða ættingja þeirra) sem hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum sölumönnum að einfaldlega í mál við þá sem seldu þeim draslið. Heimtið skaðabætur, farið í mál, sækið rétt ykkar.

Ef lögin eru ekki nægilega skýr til að hægt sé að dæma skaðabætur, þá þarf að drífa í að breyta lögunum.

Lokað er á athugasemdir.