Þegar aðrir vita betur en ég hvaða skoðanir ég hef

Posted: desember 15, 2014 in Umræða
Efnisorð:

Mér hefur ekki alveg tekist að halda mig utan við árlega umræðu.. hún fer reyndar talsvert illa í taugarnar á mér.

Ekki það að ég hafi ekki áhuga á málefnalegri umræðu. En þar stendur hnífurinn í kúnni, hún er ekki málefnaleg.

Það sem einkennir umræðuna þessa dagana er að fólk er að skamma mig fyrir að hafa skoðanir sem ég hef ekki. Og það er tilgangslaust að biðja um dæmi þess að ég hafi einhverju sinni viðrað tilgreinda skoðun. Þá tekur bara við fordómar.. aftur án nokkurs rökstuðningar (auðvitað, annars væru þetta ekki fordómar).

En hvernig á að rökræða við fólk sem heldur því fram að þú hafir aðra skoðun en þú hefur og neitar að taka gott og gilt þegar þú reynir að koma leiðréttingu á framfæri?

Það er auðvitað ekki hægt.

Það eina sem hægt er að gera er að sætta sig við að á meðan ekki eru rök gegn mínum raunverulegu skoðunum þá halda þær vatni.

Lokað er á athugasemdir.