Á hinn bóginn, Eva – og aðrir

Posted: apríl 19, 2014 in Trú, Umræða
Efnisorð:, ,

Ég hef aðeins tekið þátt í umræðunni um hvort það hafi verið réttlætanlegt af Akureyrarbæ að segja Snorra kannski-í-Betel upp – aðallega í framhaldi af spurningum Evu Hauksdóttur.

Ég er enn á því að það eigi að skoða hvert tilfelli fyrir sig og að ekki sé hægt að bjóða börnum upp á að þurfa að sitja tíma í kennslu hjá einstakingi sem boðar áróður gegn fólk eftir kynhneigð.

En…

Kannski er önnur nálgun betri en að segja svona fólki upp.

Væri ekki betra ráð þegar svona mál koma upp að taka frá eina viku gegn fordómum, hatursáróðri og kjaftæði? Í þessu tilfelli mætti taka heilan dag í að skýra fyrir nemendum að kynhneigð sé ekki tilefni fordóma.

Með þessu stæði viðkomandi kennari uppi sem tvöfaldur í roðinu, illa upplýstur kjáni sem enginn þarf að taka alvarlega.

Í stað þess að vera píslarvottur og fá sem slíkur athygli og samúð.

Athugasemdir
  1. Bjarni Einasson skrifar:

    Mjög góður punktur og ætti að virka í sveigjanlegu skólakerfi..

  2. Er Snorri góður barnakennari ? Er Snorri vondur barnakennari ? Er hann falsari sem bara kennir börnum á milli kl. 8 og 18 ? Og svo labbar maður heim og kveikir á Omega ? Eða hlustar á slúðrið í pabba og mö0mmu ? Farið hefur féð betra, – en þessi ofsóknari á samkynhneigt fólk. Réttlæti Akureyrarbæjar kemur þessari móðursýki mikið við. Er maðurinn á vonarvöl ?

  3. Lúðvík Karlsson skrifar:

    Eva er ágæt, en ekkert merkilegri en annað fólk.

  4. Hallgerður Pétursdóttir skrifar:

    erum við þá ekki komin á sama stað og hann sem mörg okkar vítum? er möguleiki að við séu sjálf tvöföld í roðinu? Þórðargleði er ekki vænleg lausn.