Björn fattar ekki…

Posted: mars 24, 2014 in Uncategorized
Efnisorð:,

Björn Bjarnason spyr í pistli á laugardaginn á bjorn.is hvort einhver hafi spurt þá sem mæta á samstöðufundina á Austurvelli hvers vegna þeir mæti og í hvaða tilgangi þeir komi á fundinn.

Það er eiginlega með ólíkindum að einföld krafa fundarmanna hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá Birni.

Eitt eiga þeir sem mæta nefnilega sameiginlegt. Þeir vilja að fólk vill fá að kjósa. Eins og lofað var fyrir kosningar.

Það vill fá að taka sjálft afstöðu, meðal annars til þeirra atriða sem Björn nefnir í pistli sínum.

Og nefnilega margra annarra sem Björn nefnir ekki.

Því ef það er svona deginum ljósara að við eigum að slíta aðildarviðræðum, hvers vegna var þá verið að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar?

Þetta er nú ekki flókið.

PS. Nei, ég er ekki „á móti“ Birni og mér líkar engan veginn illa við hann. Hann gerði margt gott sem ráðherra, ég bara skil ekki þennan pistil.

Lokað er á athugasemdir.