Að rugla með tölur..

Posted: mars 24, 2014 in Uncategorized

Ég heyrði frétt um meinta ofnotkun símahlerana hér á landi í sjónvarpsfréttum RÚV. Misnotkun á hlerunum er auðvitað alvarlegt mál, ef rétt er, en gleymum því aðeins hvert tilefni fréttarinnar er og skoðum aðeins framsetninguna og upplýsingarnar sem komu fram í fréttinni.

Í fréttinni kom fram að lágt hlutfall þess að óskum sé hafnað bendi til þess að eitthvað mikið sé að. Það getur vissulega gert það, en til þess að draga svona ályktun – eða gefa í skyn – án þess að kynna önnur sjónarmið þarf að hafa í huga að það geta verið góðar og gildar ástæður.

Mögulega eru óskir einfaldlega færri og betur unnar hér en annars staðar. Ég veit það ekki því engar upplýsingar voru í fréttinni um hlutföll annars staðar. Þá gæti skipt máli hvort hægt er að sýna fram á að óskir hafi verið samþykktar án þess að tilefni væri til eða góðar og gildar ástæður. Það kom ekkert fram um þetta.

Þá hefði hjálpað til að meta gildi fréttarinnar ef einhverjar upplýsingar hefðu verið til dæmis um óskir á hverja þúsund íbúa. Þannig hefði mátt meta hvort beiðnir séu algengari, sjaldgæfari eða svipaðar og annars staðar.

Ég veit sem sagt ekki. Vegna þess að það voru engar upplýsingar í fréttinni, það voru engar marktækar tölur.

PS. En fyrir alla muni, hlífið mér við athugasemdum tilefnið – þeas. hlerarnir – þessi athugasemd mín snýr að ófullkominni framsetningu og skorti á upplýsingum.

Lokað er á athugasemdir.