Trú út úr kú (í frumvarpi)

Posted: nóvember 5, 2013 in Umræða

Það liggur fyrir frumvarp fyrir Alþingi til breytinga á hegningarlögum.

Þar er upptalning á því sem refsivert er að hæðast að

Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum

Öll atriðin – nema eitt – eiga að sameiginlegt að þar er um atriði sem viðkomandi hefur ekkert um að segja, þetta atriði er trúarbrögðin.

Trúarbrögðin eru eina atriðið í þessari upptalningu sem er valkostur hvers og eins.

Hvers vegna er það refsivert að gera grín að skoðunum sem þykja undarlegar, fráleitar, heimskulegar, hættulegar – bara vegna þess að þær eru trúarlegs eðlis?

Má ég eiga von á fangelsisvist ef ég segi hvað mér finnst um þá sem trúa því að jörðin sé flöt?

Eða ef ég voga mér að gagnrýna boðskap þeirra sem vilja drepa í nafni trúar? Kostar það eitt eða tvö ár í grjótinu?

Og ef út í það er farið, hvers vegna eru trúarskoðanir merkilegri en aðrar skoðanir? Má ekki allt eins banna að gera grín að öðrum skoðunum?

Nú eða bara taka út úr frumvarpinu það sem snýr að skoðunum..

Athugasemdir
  1. Einar Steingrimsson skrifar:

    Samkvæmt þessum lögum höfðu þeir siðferðilega rétt fyrir sér sem vildu drepa Kurt Westergaard vegna skopteikninga hans af Múhameð, nema um þyngd refsingarinnar.

  2. baldur skrifar:

    Ég vísa í færslu mína á Eyjunni um efnið, en punktur þinn er annar. en spurningin er: er fólki sjálfrátt með trúna. hefur þú ekki sjálfur bent á að trú er ( meningarleg) innræting á barnsaldri.?

    • Man nú ekki til að hafa verið að tala um það beinlínis, án þess að vera kannski alveg viss, en það breytir því ekki að fólk hefur alla möguleika á að taka aðra afstöðu þegar það fullorðnast.