Blikinn Konni kvaddur

Posted: ágúst 15, 2013 in Fótbolti
Efnisorð:, , ,

Konráð Kristinsson er í margra hugum ímynd Blikans, þeas. stuðningsmanns Breiðabliks.

Konni, eins og hann var kallaður, lést fyrir nokkrum dögum 93 ára að aldri, og náði því að sjá félagið tryggja sér langþráða bikarmeistara- og Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. Ég fer varla á völlinn án þess að verða hugsað til Konna, nú síðast þegar ég fylgdist með frábærri frammistöðu liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Ég kynntist Konna þegar ég vann fyrir meistaraflokk fyrir um tuttugu árum. Þá var hann liðsstjóri hjá meistaraflokknum, sá um búninga og að hafa alla hluti klára í leikjum og á æfingum. Mikilvægt starf en nánast ósýnilegt öðrum en leikmönnum, þjálfurum og þeim sem unnu fyrir liðið. Konni var alltaf með allt sitt á hreinu, lagði á sig ómælda vinnu við að hafa allt klárt og til staðar þegar á þurfti að halda.

Ég man samt best eftir Konna þegar við fórum með liðinu í æfingaferð til Danmerkur 1994, við deildum þá litlum kofa og það var bæði gaman og fróðlegt að spjalla við Konna eftir æfingar.

 

Lokað er á athugasemdir.